Landsnet tilnefnt til menntaverðlauna atvinnulífsins

Menntaverðlaun atvinnulífsins verða veitt í fyrsta sinn mánudaginn 3. mars, á menntadegi atvinnulífsins á Hilton Reykjavík Nordica, til fyrirtækja sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála. Fjögur fyrirtæki eru tilnefnd sem Menntafyrirtæki ársins og fjögur fyrirtæki eru tilnefnd sem Menntasproti ársins, Landsnet þar á meðal. Sjá nánar á vef Samtaka atvinnulífsins.