Ársskýrsla Landsvirkjunar komin út

Ársskýrsla Landsvirkjunar 2016 er komin út.

Í ár eru árs- og umhverfisskýrslur fyrirtækisins í fyrsta sinn sameinaðar og þar með birtist grænt bókhald fyrirtækisins nú í ársskýrslunni, ásamt annarri ítarlegri umfjöllun um umhverfismál. Með ársskýrslunni er leitast við að auðvelda almenningi að kynna sér fyrirtækið; afkomu þess, umhverfisvöktun og aðra starfsemi.

Þetta er fjórða árið í röð sem ársskýrslan kemur eingöngu út á rafrænu formi, en skýrslurnar hafa fengið fjölda tilnefninga og verðlaun fyrir hönnun hér á landi og erlendis. Slóðin á skýrsluna er slóðin er arsskyrsla2016.landsvirkjun.is.

Sem fyrri ár eru í skýrslunni fjölmörg myndbönd, til dæmis um framkvæmdir við Þeistareyki og Búrfellsvirkjun, virkjunarkosti og auðlindir. Þá má einnig lesa ávarp forstjóra og stjórnarformanns.