160 sólarorkulampar til Afríku

givewatts_2Samorka mun koma 160 sólarorkulömpum til Kendu Bay í Kenýa, Afríku í samstarfi við GIVEWATTS og skipta þar með út heilsuspillandi steinolíulömpum fyrir endurnýjanlegan orkugjafa.

Ráðist var í verkefni í tilefni af degi rafmagnsins sem haldinn var hátíðlegur mánudaginn 23. janúar. Tilgangurinn með deginum er að vekja athygli á mikilvægi rafmagns í samfélaginu, í leik og starfi og þeim hreina endurnýjanlega orkugjafa sem Íslendingar hafa aðgang að á hverjum degi, ólíkt mörgum öðrum þjóðum. SAMORKA biðlaði til almennings um að vekja athygli á verkefninu með því að merkja mynd með #sendustraum á samfélagsmiðlum.

dagur-rafmagnsins-logo

Um það bil 800 manns í bænum Kendu Bay munu því njóta góðs af degi rafmagnsins á Íslandi, þar sem að meðaltali fimm einstaklingar njóta góðs af hverjum lampa. Sólarorkulampi gefur næga birtu til að halda áfram daglegu amstri eftir að sólin er sest án þess að heimilisfólk hafi áhyggjur af heilsufari eða fjárhag. Að auki gefur hann næga orku svo hægt sé að hlaða farsíma.

Hægt verður að fylgjast með framvindu verkefnsins í nafni SAMORKU á heimasíðu GIVEWATTS þegar fram líða stundir.

GIVEWATTS eru samtök sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni (non-profit organization) og sérhæfa sig í heimilistækjum sem ganga fyrir endurnýjanlegri orku. Í lok árs 2016 hafði GIVEWATTS dreift rúmlega 25 þúsund lömpum til heimila og skóla í Kenýa og Tansaníu.

Hægt er að skoða þær myndir sem merktar voru #sendustraum á Instagram. Til gamans má einnig benda á aðrar merkingar sem notaðar eru á Norðurlöndunum á degi rafmagnsins, eins og #Elensdag í Svíþjóð og #Sähkönpäivä í Finnlandi, en dagur rafmagnsins hefur haldinn um nokkurra ára skeið í Svíþjóð, Danmörku, Noregi og Finnlandi.