Vindmyllur með mjög góða nýtingu

Nýting vindmyllanna fyrir ofan Búrfell var afar góð á fyrsta heila rekstrarári þeirra, raunar með því allra hæsta í heiminum, eða 44%. Á heimsvísu er meðaltalið um 28%.Tvö svæði hafa verið til frekari skoðunar af hálfu Landsvirkjunar fyrir mögulega framtíðaruppbyggingu á sviði vindorku: Þjórsár- og Tungnaársvæðið og einnig virkjanasvæði Blöndustöðvar. Sjá nánar hér á vef Landsvirkjunar.