Viðurkenning fyrir framlag til umhverfismála

Viðurkenning fyrir framlag til umhverfismála Ísland hlaut viðurkenningu bandarísku umhverfissamtakanna Global Green USA fyrir stefnu landsins í orkumálum. Davíð Oddsson forsætisráðherra veitti verðlaununum viðtöku í New York 25. apríl s.l. Ísland er meðal fimm aðila sem hlutu viðurkenningu að þessu sinni. Í viðurkenningarskjali Íslands óska Mikhail Gorbachev og Global Green USA ríkisstjórn Íslands til hamingju með stefnu sína í orkumálum þar sem byggt er á endurnýjanlegum orkugjöfum. Ísland hafi umdir forystu Davíðs Oddssonar forsætisráðherra lagt grunn að því að auka notkun endurnýjanlegra orkugjafa í heiminum og þar með tekið stórt skref til að hindra loftslagsbreytingar. Davíð sagði í viðtali við Mbl. að sér þætti vænt um þessa viðurkenningu, sem væri viðurkenning áratuga starfs Íslenslendinga í orkumálum og um leið viðurkenning á þeirri stefnu sem mörkuð hefur verið. Íslensk orkufyrirtæki gleðjast að sjálfsögðu yfir viðurkenningu af þessu tagi. Uppbygginga hitaveitna sem nýta jarhita hefur verið einstök hér á landi og gefur okkur umtalsvert forskot á aðrar þjóðir hvað varðar nýtingu endurnýjanlegrar orku. Þá hefur virkjun fallvatna til raforkuframleiðslu til heimilis- og iðnaðarnota einnig algera sérstöðu og erum við nú með hæsta hlutfall á nýtingu endurnýjanlegra orkulinda í heiminum. Um 70% orkunotkunar okkar er framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. Hlutfall þetta hækkar í 90% ef ekki er tekið tillit til orkunotkunar í samgöngum og fiskveiðum. Nokkru umræða hefur verið um að auka verulega hlut endurnýjanlegrar orku og er ekki ólíklegt að við eigum eftir að sjá verulega aukningu á næstu árum. Um leið og Íslensk orkufyrirtæki fagna viðurkenningunni, sem vissulega er viðurkenninga á starfsemi þeirra í áratugi, munu þau heilshugar taka þátt í áframhaldandi nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa. Eiríkur Bogason