Unnið að hreinsun brennisteinsvetnis

Nú er að hefjast bygging gasskiljustöðvar við Hellisheiðarvirkjun með það hlutverk að hreinsa brennisteinsvetni úr útblæstri virkjunarinnar. Smíðinni á að ljúka í mars 2014 en hún er mikilvægur þáttur í SulFix-verkefni Orkuveitu Reykjavíkur, Landsvirkjunar og HS Orku. Markmið þess verkefnis er að þróa og byggja hagkvæmar lausnir svo starfsemi jarðgufuvirkjana fyrirtækjanna uppfylli ákvæði reglugerðar um brennisteinsvetni í andrúmslofti, sem sett var árið 2010. Sjá nánar á vef OR.