Tölum saman um græna framtíð

Áherslur Samorku fyrir alþingiskosningar 2021 from Samorka on Vimeo.

Orku- og veituþjónusta er sú grunnþjónusta sem allt samfélagið byggir á og er undirstaða lífsgæða í landinu. Skilvirkur orku- og veitugeiri er einnig forsenda þess að standast alþjóðlegar skuldbindingar í loftslagsmálum og til að nýta þau sóknarfæri sem gefast nú þegar eftirspurn eftir grænum lausnum eykst um allan heim.

Samorka vildi því kynna helstu tækifæri og viðfangsefni sem blasa við í þessum málaflokki í aðdraganda alþingiskosninga.

Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku, kynnti helstu tækifæri og viðfangsefni sem blasa við í orku- og veitumálum í aðdraganda alþingiskosninga í beinni útsendingu á Facebook og heimasíðu Samorku.

 

Áherslurnar er einnig að finna á nýrri vefsíðu Samorku.

Hér má nálgast áherslurnar á pdf formi:

Samorka-Kosningaaherslur21

 

Fundinn í heild sinni má sjá hér: