Tækniskólinn hefur starfsemi

Fjöltækniskóli Íslands og Iðnskólinn í Reykjavík hafa verið sameinaðir í Tækniskólann ehf. Nýtt nafn skólans er Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins og er hann stærsti framhaldsskóli landsins. Gert er ráð fyrir að um 1.800 nemendur stundi nám í dagsskóla á haustönn. Innritun í nýja skólann hefur gengið vel og hafa fleiri umsóknir borist í skólann en samanlagt í Iðnskólann í Reykjavík og Fjöltækniskóla Íslands seinustu ár.  Tækniskólinn er einkarekinn og er rekstrarfélagið í eigu Samtaka iðnaðarins, Landssambands íslenskra útvegsmanna, Samorku, Samtaka íslenskra kaupskipaútgerða og Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík. Sjá nánar um opnunarhátíð skólans á vef Samtaka iðnaðarins.