22. febrúar 2013 Tækifæri með sæstreng, en að ýmsu að hyggja Í ávarpi sínu á aðalfundi Samorku fjallaði Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, m.a. um rammaáætlun, eignarhald orkufyrirtækja, sæstreng til Evrópu, orkuskipti og raflínur í jörð. Steingrímur sagðist algerlega ósammála ályktun aðalfundar Samorku þar sem lýst er vonbrigðum með rammaáætlun. Hann fjallaði um tækifæri með orkuútflutningi um sæstreng, en sagði jafnframt að ýmsu að hyggja í því sambandi. Sjá ræðupunkta Steingríms á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.