22. júní 2001 Sydkraft í Svíþjóð býður breiðbandið í haust Sydkraft er ekki lengur orkufyrirtæki sem býður rafmagn, gas og hitaveitu. Með því að setja á stofn dótturfyrirtækið Sydkraft Bredband ætlar fyrirtækið að hasla sér völl fjarskiptamarkaðinum og bjóða internetáskrift með PLC tækni „Power Line Communication“ og það nú þegar í haust. Og fleiri fylgja fast á eftir. Stærsta rafmagnsveita Þýskalands, RWE AG hefur gefið út að þeir reikni með að 20 þúsund raforkunotendur þeirra muni verða tengdir við internetið fyrir árslok, Energie Baden Würtemberg AG gerir ráð fyrir 7500 viðskiptavinum í ár og MVV Energie AB reiknar með að byrja í Mannheim og markmiðið er að 30 þúsund verði tengdir þar á þremur árum. (MJG/heimild: Ingeniören/net 22.6.2001)