Stendur jarðhitinn í stjórnkerfinu? Vorfundur Jarðhitafélagsins 12. apríl

Vorfundur Jarðhitafélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 12. apríl í húsakynnum Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1 og hefst kl. 14:00. Yfirskrift fundarins er Stendur jarðhitinn í stjórnkerfinu? Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra ávarpar fundinn og erindi flytja þau Kristín Haraldsdóttir forstöðumaður Auðlindaréttarstofnunar HR og Júlíus J. Jónsson forstjóri HS Orku. Gunnar Tryggvason úr stýrihóp um mótun heildstæðrar orkustefnu og Svanfríður Jónasdóttir formaður verkefnisstjórnar rammaáætlunar taka þátt í pallborðsumræðum. Sjá nánar á vefsíðu Jarðhitafélagsins.