Sjálfbær nýting jarðhitans – Opinn fundur á HILTON REYKJAVÍK NORDICA 21. október

Miðvikudaginn 21. október verður haldinn opinn fundur í Sal B, Hilton Reykjavík Nordica, undir yfirskriftinni Sjálfbær nýting jarðhitans. Að fundinum standa GEORG (Geothermal Research Group), iðnaðarráðuneytið, Jarðhitafélag Íslands, ÍSOR, Orkustofnun og Samorka. Fundurinn var áður auglýstur á Grand Hótel en vegna mikillar þátttöku var hann fluttur í stærri sal, á Nordica.

Opinn fundur, Sal B, Hilton Reykjavík Nordica
miðvikudaginn 21. október

Dagskrá

13:00 Orkuforði og endurnýjanleiki jarðhitakerfa
 Ólafur G. Flóvenz, forstjóri ÍSOR – Íslenskra orkurannsókna

13:25 Sjálfbær nýting jarðhitakerfa
 Guðni Axelsson, deildarstjóri, ÍSOR

13:50 Sjálfbær nýting á Íslandi:
 
       Lághitasvæði Reykjavíkur – sjálfbær vinnsla í 80 ár
           Gretar Ívarsson, jarðfræðingur, Orkuveitu Reykjavíkur

       Svartsengi – farsæl orkuframleiðsla í 30 ár
           Albert Albertsson, aðstoðarforstjóri, HS Orku

       Krafla – 30 ára barátta við náttúruöflin
           Bjarni Pálsson, verkefnisstjóri, Landsvirkjun Power

15:00 Umræður

15:30 Fundarlok og kaffiveitingar

Fundarstjóri: Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri

Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis, en nauðsynlegt er að skrá þátttöku í síma 588 4430 eða með tölvupósti til the@samorka.is

 

Samorka     ÍSOR     iðnaðarráðuneytið     GEORG     Jarðhitafélag Íslands     Orkustofnun