Samsetningarnámskeið hitaveitna

Námskeið í samsetningum hitaveituröra Samorka í samvinnu við Iðntæknistofnun stendur fyrir námskeiði í samsetningu hitaveituröra dagana 18. og 19. apríl n.k. Námskeiði verður haldið hjá Set á Selfossi. Útsending gagna verður n.k. mánudag 18. mars. Vakin er athygli á því að fjöldi þátttakaneda er takmarkaður, að hámarki 17 manns. Námskeiðsgjald er 32.000 kr. og er þar innifalið námskeiðsgögn og meðlæti. Sjá nánar dagskrá undir “Námskeið og fundir” hér á síðunni til vinstri.