Samorkuþingi frestað

Samorkuþingi, sem fram átti að fara í lok september á Akureyri, hefur verið frestað til maí 2022.

Aðildarfyrirtæki Samorku flokkast undir samfélagslega mikilvæga innviði og frá upphafi faraldurs hefur heilsa og öryggi starfsfólks sett í forgang. Starfsfólkið sinnir mikilvægri grunnþjónustu, rafmagni, hitaveitu, fráveitu og vatnsveitu, sem samfélagið allt reiðir sig á. Nú er ljóst að ekki verður hægt að safna fólki saman á þennan fjölmennasta viðburð í orku- og veitugeiranum og stefna þannig heilsu allra og grunnþjónustu samfélagsins í hættu.

Allar nánari upplýsingar um nýjar dagsetningar verða sendar út þegar þær liggja fyrir.