2. maí 2014 Raforkuskerðingu aflétt í áföngum Innrennsli til miðlunarlóna Landsvirkjunar fer nú vaxandi og telur fyrirtækið nú óhætt að hefja á ný afhendingu til þeirra viðskiptavina sem hafa þurft að sæta skertri afhendingu. Þeim er nú heimilt að auka notkun sína á rafmagni sem nemur helmingi þess sem skert var og vonast er til að síðar í maímánuði verði hægt að aflétta skerðingum að fullu. Sjá nánar á vef Landsvirkjunar.