Raforkulög

Á síðasta degi nýliðins þings voru samþykkt ný raforkulög. Lög þessi hafa verið nokkuð lengi í undirbúningi, að heita má frá áttunda áratug síðustu aldar. Lagagerðin átti nokkuð erfitt uppdráttar vegna áætlana um breytingar á skipulagi íslenskra orkumála.
Á seinustu áratugum hafa reglulega komið fram áætlanir um endurskipulagningu íslenska orkugeirans. Flestar hafa þessar hugmyndir gengið út á að skipta landinu eftir gömlu kjördamamörkunum og stofna landshlutarafveitur. Vendipúnktur í raforkulagagerðinni var þegar Evrópusambandið (ESB) kom á innri markaði með raforku í aðildarlöndum sínum. Ísland er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Sá samningur fjallar um aðgang aðildarlanda EFTA ríkjanna að innri markaði ESB. Samkvæmt EES samningnum eiga allar tilskipanir ESB að gilda í aðildarlöndum EES samningsins. Eftir endurskoðun og umtalsverðar breytingar var frumvarpið lagt fram í mars 2001. Ekki náði það fram að ganga á því þingi og var lagt fram að nýju eftir nokkrar breytingar um haustið sama ár. Enn gekk fæðingin erfiðlega og í mars 2002 var það aftur lagt fram eftir breytingar og á endanum var það síðan samþykkt 15. mars 2003.

Raforkulög (doc): Raforkulög

Raforkulög (pdf): Raforkulög