Rafmagn á Íslandi í 100 ár

Rafveitur landsins hafa minnst þessara tímamóta á fjölbreyttan hátt, hver á sínu veitusvæði.

24. janúar kom út fylgiblað með Morgunblaðinu, með sögulegum fróðleik og fleiri upplýsingum.

Sama dag var opnuð sérstök heimasíða (www.rafmagn100.is) helguð afmælisárinu og síðan rak hver atburðurinn annan og lauk afmælisárinu með hátíð í Hafnarfirði 12. desember. Þar var afhjúpaður minnisvarði um Jóhannes Reykdal smið og frumkvöðul. Minnisvarðinn stendur við lækinn, á mótum Lækjargötu og Austurgötu. Í Hafnarborg var hátíðarsamkoma þar sem forseti Íslands og iðnaðarráðherra fluttu ávörp. Samorka færði Hafnfirðingum að gjöf, 9 kW. rafstöð sem komið verður fyrir bak við glervegg   í  undirgöngum undir Lækjargötunni. Að lokinni hátíðardagskrá var kveikt á risaperu við Hafnarborg og  lauk síðan afmælisdagskrá með flugeldasýningu.

Nokkrar myndir frá hátíðinni 12. des.2004

Ræða Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra á hátíðinni.

Fara á afmælisvef

Grein Jóhanns Más Maríussonar í Morgunblaðinu