Ráðstefna um orkugjafa framtíðar í samgöngum, 18.-19. september á Hilton Nordica

Dagana 18. og 19. september heldur Framtíðarorka ráðstefnuna Driving Sustainability öðru sinni í Reykjavík, á Hilton Hótel Nordica. Á ráðstefnunni munu m.a. fulltrúar bílaframleiðendanna Toyota, Ford og Mitsubishi veita innsýn í tæknilausnir sem miða að sjálfbærum samgöngum og standa munu neytendum til boða á næstu árum. Stærstu orkufyrirtæki Norðurlanda, Vattenfall í Svíþjóð og Dong Energy í Danmörku, munu skýra ráðstefnugestum frá áætlunum sínum um rafmagnsvæðingu í samgöngum. Sjá nánar á vef ráðstefnunnar.