18. nóvember 2022 Piss, kúkur, klósettpappír og allt hitt Podcast: Play in new window | Download (Duration: 42:12 — 45.1MB)Subscribe: Apple Podcasts | Spotify | Android | RSS | More Fráveitan veitir þjónustu sem enginn getur verið án en fæstir leiða hugann að í amstri dagsins. Hún er mikilvægt heilbrigðis- og hreinlætismál í heiminum öllum. Fráveitan flytur frárennsli og skólp heimila og fyrirtækja, og regnvatn frá götum og lóðum í sjó með viðkomu í hreinsistöð. Það er mörg horn að líta, til dæmis að bregðast við þéttingu byggðar og hvar fráveitan á að vera, loftslagsbreytingar og að fá fólk til að hætta að nota klósettið eins og ruslafötu. Viðmælendur þáttarins eru Fjóla Jóhannesdóttir og Hlöðver Stefán Þorgeirsson, sérfræðingar í fráveitu hjá Veitum og ræða um þessi verkefni sem þau fást við daglega. 19. nóvember er alþjóðlegur dagur klósettsins. Af því tilefni bjóða Veitur í sögugöngu um fráveitu í miðborginni þriðjudaginn 22. nóvember kl. 17. Nánari upplýsingar um gönguna má sjá á Facebook.