Páll Erland frá Samorku til HS Veitna

Páll Erland hefur verið ráðinn forstjóri HS Veitna og hefur störf á nýju ári 2023. Hann tekur við forstjórastöðunni af Júlíusi Jónssyni, sem lætur nú af störfum eftir 40 ára starf fyrir HS Veitur.

Páll hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra Samorku frá ársbyrjun 2017. Áður en hann kom til starfa hjá samtökunum var hann framkvæmdastjóri Veitna hjá Orkuveitu Reykjavíkur í sjö ár og framkvæmdastjóri virkjana og sölusviðs og síðar Orku náttúrunnar í fimm ár.

Staða framkvæmdastjóra Samorku verður auglýst innan skamms.