Öryggi og áfallaþol innviða

Karl Steinar Valsson yfirlögreglustjónn hjá ríkislögreglustjóra var annar frummælenda í lokamálstofu Samorkuþings 2025 þar sem fjallað var um áfallaþol mikilvægra innviða hér á landi og orkuöryggi í ljósi þróunar í Evrópu. Í viðtali við Svein Helgason, verkefnastjóra erlends samtarfs hjá Samorku, leggur Karl Steinar m.a. áherslu á virkt samtal og samvinnu milli lögreglu og orku- og veitugeirans til að efla enn frekar vernd innviða og öryggi. Karl Steinar segir það hafa verið mjög gagnlegt að heyra sjónarmið háttsettra stjórnenda í geiranum í málstofunni og sömuleiðis hvað Kristian Ruby, framkvæmdastjóri Eurelectric, hafði að segja í sinni framsöguræðu.

Viðtalið var tekið síðdegis þann 23. maí.

Karl Steinar flytur erindi sitt á Samorkuþingi 2025