21. nóvember 2005 Orkuveita Reykjavíkur fyrstir orkufyrirtækja með vottað umhverfisstjórnunarkerfi Umhverfisstjórnunarkerfið ISO 14001 byggir á því að kortleggja þá þætti starfseminnar sem hafa áhrif á umhverfið, vinna að stöðugum umbótum og lágmarka þau áhrif eins og kostur er. Upplýsingar um umhverfis-stefnuna þurfa að vera aðgengilegar fyrir notendur. Um 90 þúsund fyrirtæki í heiminum hafa vottað ISO 14001 en hér á landi er Orkuveitan sjötta fyrirtækið með slíka vottun. Á undan koma Ísal, Borgarplast, Árvakur hf, Hópbílar hf og Hagvagnar hf. Samorka óskar Orkuveitu Reykjavíkur til hamingju með þennan áfanga.