Orka og veituþjónusta mun dýrari á hinum Norðurlöndunum

Samanburður á orkuverði og þjónustu veitufyrirtækja í höfuðborgum Norðurlanda leiðir í ljós mikinn mun. Hann er meira en ferfaldur þar sem hann er mestur, það er á milli Reykjavíkur og Kaupmannahafnar. Í öllum tilvikum nema einu er þjónustan útlátaminnst í Reykjavík en minna er greitt fyrir fráveituna í Stokkhólmi en hér. Þetta kemur fram í samantekt Orkuveitu Reykjavíkur.