Nýsköpun í hitaveitu verðlaunuð

Verðlaunahafar saman á sviðinu

Alþjóðlegu hitaveituverðlaunin Global District Energy Climate Awards voru afhent í sjötta sinn á Hilton Reykjavík Nordica í gær, samhliða ráðstefnunni Sustainable District Energy Conference. Samtökin Euroheat and Power standa fyrir verðlaununum og í þetta sinn í samstarfi við voru vinningshafar valdir í samstarfi við Alþjóðaorkumálastofnunina (IEA) og markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærar borgir og samfélög.

Fjölmargar tilnefningar bárust alls staðar að úr heiminum sem áttu allar það sameiginlegt að vera framlag til að bæta hitaveitu í nærsamfélagi sínu og skipta yfir í endurnýjanlega orku úr jarðefnaeldsneyti til að hita eða kæla húsnæði.

Fimm hitaveituverkefni voru verðlaunuð og tóku fulltrúar fyrirtækjanna við verðlaununum við hátíðlega athöfn í gær. Nánari upplýsingar um verkefnin og verðlaunahafana má sjá á heimasíðu Euroheat and Power.