23. september 2011 Nýr forstjóri Norðurorku Ágúst Torfi Hauksson hefur tekið við starfi forstjóra Norðurorku af Franz Árnasyni, sem áfram mun þó starfa að sérstökum verkefnum hjá fyrirtækinu um skeið. Ágúst er 37 ára gamall vélaverkfræðingur og hefur m.a. stundað rannsóknir í varmafræðum við University of British Columbia og unnið hjá verkfræðistofu VGK m.a. við verkefni tengd orkuvinnslu og nýtingu. Frá árinu 2005 var Ágúst framkvæmdastjóri hjá Brim hf. Sjá nánar á vefsíðu Norðurorku.