Nýjar áherslur í starfsemi Landsnets

Landsnet er að taka upp breytt verklag með skýrari sýn á samfélagsábyrgð fyrirtækisins sem felst m.a. í enn meira samráði á fyrstu stigum fyrirhugaðra framkvæmda og stofnun þverfaglegra samráðshópa. Nýjar áherslur Landsnets voru kynntar á vorfundi fyrirtækisins. Nauðsynleg uppbygging flutningskerfisins var m.a. til umfjöllunar en áætlað er að fjárhagslegt tap þjóðarinnar hlaupi á 3-10 milljörðum króna á ári vegna annmarka á flutningskerfinu, og fari vaxandi. Felst þetta tap m.a. í takmörkunum á nýtingu virkjana, hlutfallslegu miklum orkutöpum í kerfinu og skerðingum á afhendingu raforku vegna flutningstakmarkana. Sjá nánar um nýjar áherslur Landsnets hér á vef fyrirtækisins.