25. september 2013 Ný virkjun í Glerá Framkvæmdastjóri Fallorku ehf. og bæjarstjórinn á Akureyri hafa undirritað samning um að Fallorka reisi og reki 3,3 MW vatnsaflsvirkjun í Glerá ofan bæjarins. Meginmarkmið með framkvæmdinni er að nýta endurnýjanlega náttúruauðlind til að framleiða raforku á hagstæðu verði fyrir viðskiptavini Fallorku sem eru að stórum hluta Akureyringar, að því er fram kemur í frétt hér á vef Akureyrarbæjar.