12. apríl 2024 Ný stjórn tekin til starfa Ný stjórn Samorku kom saman til fyrsta fundar í byrjun apríl og skipti með sér verkum. Varaformaður stjórnar Samorku er áfram Sigurður Þór Haraldsson, Selfossveitum, gjaldkeri er Páll Erland, HS Veitum og ritari er Magnús Kristjánsson, Orkusölunni. F.v. á mynd: Magnús Kristjánsson framkvæmdastjóri Orkusölunnar, Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Veitna, Guðlaug Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjármála hjá Landsneti, Páll Erland forstjóri HS Veitna, Sigurður Þór Haraldsson veitustjóri Selfossveitna og Björk Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri fjármála hjá HS Orka.