2. apríl 2014 Niðurdæling brennisteinsvetnis að hefjast Á næstu dögum hefst niðurdæling brennisteinsvetnis, sem hreinsað hefur verið úr útblæstri Hellisheiðarvirkjunar. Tilraunarekstur hreinsistöðvar er hafinn. Við það breytist tilhögun niðurrennslis vinnsluvatns frá virkjuninni og getur það valdið hreyfingu á jarðlögum. Sjá nánar á vef Orkuveitu Reykjavíkur.