Námskeið Set ehf. HEF & Samorku á Egilsstöðum 11.-12. maí

Set ehf, í samstarfi við Hitaveitu Egilsstaða og Fella og Samorku, mun dagana 11.-12. maí halda námskeið á Egilsstöðum. Á námskeiðinu verður á einum degi farið yfir samsetningu og frágang á einangrun hitaveituröra, og á öðrum degi farið yfir samsuðu á PE plaströrum, þ.e. spegilsuðu, rafsuðu og þráðsuðu.

Kostnaður við þátttöku er 24.000 kr. fyrir hvern þátttakanda. Takmarkaður fjöldi er á námskeiðið og fer skráning þátttakenda fram hjá Samorku í netfangið the@samorka.is og í síma 588 4430. Við vekjum athygli á því að samskonar námskeið verður einnig haldið í haust, þá bæði í samstarfi við Norðurorku á Akureyri og á suðvesturhorninu.