Mikil þátttaka á öryggisnámskeiði Samorku

Hátt í eitt hundrað manns sóttu öryggisnámskeið fyrir rafiðnaðarmenn sem Samorka hélt í húsakynnum Orkuveitu Reykjavíkur við Bæjarháls dagana 1. og 2. apríl. Fjallað var um öryggismál rafvirkja og er það liður í því að fyrirbyggja vinnuslys hjá veitunum. Sérhvert slys er einu slysi of mikið. Við viljum að sjálfsögðu að allt starfsfólk komi heilt heim frá vinnu að loknum vinnudegi. Þessi fundur er viðleitni í átt til þess að svo megi verða.. Sjá dagskrá námskeiðsins hér. Með því að smella á ljómaða hlekki á dagskránni, má sjá fyrirlestrarglærurnar.