28. febrúar 2014 Menntadagur atvinnulífsins 3. mars Samtök atvinnulífsins ásamt SVÞ, SAF, SF, LÍÚ, SFF, SI, og Samorku og efna til Menntadags atvinnulífsins mánudaginn 3. mars 2014 á Hilton Reykjavík Nordica kl. 13-16.30. Menntun og fræðsla sem nýtist öllu atvinnulífinu verður þar í kastljósinu en þetta er í fyrsta sinn sem fulltrúar ólíkra atvinnugreina halda sameiginlegan menntadag. Sjá nánar á vef Samtaka atvinnulífsins.