Máli um samráð röraframleiðenda í Danmörku lokið með sátt um bætur til fjögurra hitaveitna í Danmörku

Hinn 4. október sl. náðist samkomulag um að ljúka máli um samráð röraframleiðenda. Mál sem byrjaði árið 1995 með að Evrópusambandið hóf rannsókn hjá níu evrópskum röraframleiðendum eftir ákæru frá sænska röraframleiðandanum Powerpipe A/S. Powerpipe kærði þessa röraframleiðendur um samráð um að ýta þeim út af markaðnum eftir að fyrirtækið neitaði þátttöku í samráði um verð og markaðskiptingu. Við rannsókn kom í ljós að hringamyndunin hófst árið 1990 og stóð fram á árið 1996, jafnvel eftir að rannsókn hófst. Fyrirtækin gerðu sig sek um að skipta á milli sín markaðnum, ákveða verð og úthluta hverjir fengju ákveðin tilboð í hitaveiturör. Einnig gerðu þau sig sek um að reyna að ýta keppinauti sem ekki vildi taka þátt út af markaðnum með undirboði og setja þrýsting á efnissala og undirverktaka að skipta ekki við viðkomandi.

EB dæmdi þessa níu röraframleiðendur til greiðslu sektar upp á 690 milljónir danskar krónur í október 1998.  Strax í kjölfarið kröfðu fjórar stærstu hitaveiturnar í Danmörku í Álaborg, Árósum, Kaupmannahöfn og Óðinsvéum áðurnefnd fyrirtæki og auk þess Dansk Rörindustri A/S um bætur fyrir tap sem þær höfðu orðið fyrir vegna yfirverðs á rörum á því tímabili sem samráð um verð sannanlega fór fram.Eftir að ekki gekk né rak í málinu stefndu hitaveiturnar fyrirtækjunum fyrir dómstóla í febrúar 2001 og kröfðust 270 milljón króna danskra í bætur.  Í janúar á þessu ári gerði Dansk Rörindustri A/S samkomulag við Álaborg um að greiða þeim 5 Mkr í bætur. En það var aðeins Álaborg sem hafði gert kröfu á Dansk Rörindustri.

Í júní sl. staðfestir EB dómstóllinn sektargreiðslurnar frá 1998 og þar á ABB að greiða stærsta hlutann, 525 Mkr, vegna leiðandi hlutverks í samráðinu. Í september sl. hófust málaferlin í Danmörk með sveitarfélögin fjögur gegn tveimur röraframleiðendum með málsgögn upp á 10 þúsund blaðsíður sem rúmast í 29 möppum. Og í byrjun október sl. næst samkomulag um 150 Mkr bætur til sveitarfélaganna.  Álaborg fær 54 Mkr, Kaupmannahöfn 32 Mkr, Óðinsvé 54 Mkr og Árósar 10 Mkr.

Heimild: Fjernvarmen 11.2005