Leiðari fréttabréfs SA: Hefjum sókn í orkumálum

„Komandi vetur verður landsmönnum mjög erfiður efnahagslega og því er brýnt að hefja nú þegar þær aðgerðir sem kveðið er á um í stöðugleikasáttmála aðila vinnumarkaðarins, ríkisvaldsins og sveitarfélaga frá því í sumar. Í aðdraganda samkomulagsins var sett fram sú sameiginlega sýn að skapa 15.000 störf  fram til ársins 2013 en sá árangur næst ekki nema hagvöxtur verði óvenju mikill, eða 4-4,5% á hverju ári. Til að hagvöxtur hefjist á ný liggja fjárfestingar í orkugeiranum og tengdum iðju- og gagnaverum beinast við.“ Þetta segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, m.a. í leiðara fréttabréfs samtakanna.“ Sjá nánar á vef Samtaka atvinnulífsins