22. september 2022 Langþráða hitaveitan á Akureyri Podcast: Play in new window | Download (Duration: 33:35 — 30.6MB)Subscribe: Apple Podcasts | Spotify | Android | RSS | MoreHitaveituvæðing Akureyrarbæjar gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Leit að heitu vatni stóð yfir í áratugi og þegar það loksins fannst var hitaveitan lögð í bæinn á ótrúlega skömmum tíma með tilheyrandi raski. Enn þann dag í dag er það stór áskorun að sjá íbúum fyrir heitu vatni til framtíðar.Í þessum hlaðvarpsþætti rifjum við upp þá daga þegar hitaveita kom loksins til sögunnar á Akureyri og veltum fyrir okkur stöðu hennar og framtíð með Franz Árnasyni og Helga Jóhannessyni, fyrrum forstjórum Norðurorku. Lífæðar landsins er hlaðvarp Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja. Í þættinum verður fjallað um orku- og veitumál frá hinum ýmsu hliðum.