Landsvirkjun undirritar nýjan samning um orkusölu við Alcan á Íslandi

Landsvirkjun og Alcan á Íslandi hafa samið um orkusölu til álversins í Straumsvík. Samningurinn er undirritaður með hefðbundnum fyrirvörum, meðal annars samþykki stjórna beggja félaganna. Annars vegar er endursamið um verð á núverandi orkusölu til álversins (2.932 GWst) og hins vegar er samið um afhendingu viðbótar orku (658 GWst) vegna áætlaðrar framleiðsluaukningar álversins.

Nýtt raforkuverð tekur gildi 1. október 2010. Það er í bandaríkjadölum, verðbætt miðað við bandaríska neysluvísitölu og er álverðstenging afnumin. Til að mæta aukinni orkusölu mun Landsvirkjun ráðast í byggingu Búðarhálsvirkjunar og verða útboð auglýst á næstu vikum. Gert er ráð fyrir að afhending orku frá virkjuninni hefjist árið 2013.

Sjá nánar á vef Landsvirkjunar.