Landsvirkjun semur við Norðurál – raforkuverðið aftengt álverði

Landsvirkjun og Norðurál hafa náð samkomulagi um að endurnýja raforkusamning fyrirtækjanna fyrir 161 MW. Endurnýjaður samningur tekur gildi í nóvember 2019 og er tengdur við markaðsverð á NordPool raforkumarkaðnum. Kemur sú tenging í stað álverðstengingar í gildandi samningi. Sjá nánar á vef Landsvirkjunar.