Landsvirkjun og Advania gera rafmagnssamning

Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania, og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar handsala nýjan rafmagnssamning fyrirtækjanna.
Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania, og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar handsala nýjan rafmagnssamning fyrirtækjanna.

Landsvirkjun og Advania hafa undirritað samning um afhendingu á rafmagni til gagnavers Advania á Fitjum. Samningurinn gerir Advania kleift að halda áfram að tryggja vöxt gagnaversreksturs fyrirtækisins og hefst afhending samkvæmt samningi fyrir árslok 2016.

Orkan verður afhent úr núverandi aflstöðvakerfi Landsvirkjunar.

Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar fagnar komu Advania í hóp viðskiptavina fyrirtækisins og segir Ísland bjóða kjöraðstæður fyrir rekstur gagnavera, segir á vef Landsvirkjunar.