Katrín Helga ráðin lögfræðingur Samorku

Katrín Helga Hallgrímsdóttir hefur verið ráðin lögfræðingur Samorku.

Katrín Helga hefur fjölbreytta reynslu á sviði lögfræði, úr atvinnulífinu og af opinberri stjórnsýslu. Frá 2000 til 2014 starfaði hún í lögmennsku, einkum á sviði fjármála- og fyrirtækjalögfræði og var meðeigandi á lögmannsstofunni BBA Legal. Frá 2013-2018 starfaði hún við kennslu á  Bifröst m.a. á sviði kröfuréttar og í stjórnarháttum fyrirtækja. Katrín kemur til Samorku frá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar, þar sem hún var starfandi framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur síðastliðin tvö ár.  

Samhliða föstum störfum hefur Katrín Helga setið í fjölmörgum stjórnum fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka.

Katrín hóf störf hjá Samorku í dag, 1. september.