Jarðlagnatækni kennd einnig í fjarnámi

Boðið verður upp á jarðlagnatækninámið nú í fimmtaskipti í vetur, eftir áramót. Sextíu manns hafa nú útskrifast. Námið er 300 tímar og er það kennt í þremur lotum, þrisvar sinnum hálfur mánuður. Í vetur verður námskeiðið á eftirfarandi dögum: 20. – 31. janúar 17. – 28. febrúar 17. – 28. mars MFA, menningar og fræðslusamtök alþýðu sem hafa umsjón með námskeiðinu, sóttu um styrk til að kenna það einnig í fjarnámi og fékkst hann. Því verðu unnt að kenna á a.m.k. tveimur til þremur fjarkennslustöðvum út á landi.