IGA skrifstofan til Íslands

 

 

 

 

 

 

 

IGA skrifstofan til Íslands

Íslendingar taka að sér rekstur skrifstofu Alþjóðajarðhitasambandsin (International Geothermal Association, IGA) í fimm ár, frá 1. sept 2004. Samningur um þetta var undirritaður á alþjóðlegu jarðhitaráðstefnunni á Nordica Hótel 15. sept. s.l.

Alþjóðajarðhitasambandið, IGA, sem er alþjóðleg samtök jarðhitafélaga og einstaklinga, var stofnað árið 1988. Jarðhitafélag Íslands er aðili að samtökunum. Tilgangur sambandsins er að efla jarðhitaþekkingu og stuðla að hagkvæmri nýtingu jarðhita um allan heim. Aðilar að samtökunum eru yfir 2000 í 65 löndum. Skrifstofa IGA var fyrst í Pisa á Ítalíu, síðan í Berkeley í Bandaríkjunum, svo í Taupo á Nýja Sjálandi, og frá 1998 í Pisa.

Samorka, samtök orkufyrirtækja á Íslandi, ásamt stjórnvöldum standa að flutningi og rekstri skrifstofunnar. Samorka mun annast daglegan rekstur hennar. Framkvæmdastjóri verður ráðinn á næstunni og mun hann hefja störf haustið 2004.