IGA-skrifstofan flyst til Þýskalands

Skrifstofa Alþjóðajarðhitasambandsins, IGA (International Geothermal Association), flyst til Bochum í Þýskalandi nú um áramótin, en Samorka hefur hýst skrifstofuna frá því árið 2004. Árni Ragnarsson, sem undanfarin ár hefur verið framkvæmdastjóri IGA í hálfu starfi á móti hálfu starfi hjá ÍSOR, snýr aftur til ÍSOR í fullt starf um áramótin. Samorka þakkar bæði Árna og IGA fyrir ánægjulegt og gott samstarf á undanförum árum og óskar Árna velgengni í starfi hjá ÍSOR, jafnframt því sem samtökin óska þess að starfsemi IGA muni halda áfram að blómstra á nýjum stað.