28. ágúst 2015 Hvernig mótar orkulandslag umhverfið? – Opinn Fundur Landsvirkjunar og FILA Stórum framkvæmdum fylgir óhjákvæmilegt rask þar sem sjónræn áhrif geta orðið umtalsverð. Landsvirkjun býður í samstarfi við Félag íslenskra landslagsarkitekta til opins fundar fimmtudaginn 3. september kl. 13:30 á Hilton Reykjavík Nordica, þar sem fjallað verður um hvernig skapa má jafnvægi milli landslags, landmótunar og orkunýtingar. Sjá nánar hér á vef Landsvirkjunar.