Hvatning til aðildarfélaga frá stjórn Samorku

Nokkur umræða hefur að undanförnu verið um dæmi þess að atvinnurekendur virði ekki kjarasamnings- og lögbundin réttindi starfsfólks, sér í lagi þegar í hlut á erlent starfsfólk sem er hér við störf vegna tímabundinna verkefna.

Stjórn Samorku hvetur öll aðildarfyrirtæki samtakanna til að tryggja að í verksamningum og samningum við birgja séu ákvæði sem geri verkkaupum kleift að grípa til aðgerða ef í ljós kemur að verktakar, undirverktakar eða birgjar virði ekki í hvívetna ákvæði kjarasamninga og vinnumarkaðslöggjafar. Engum á að líðast slík framkoma og undirboð á íslenskum vinnumarkaði.