Hvað er fráveita?

Starfsemi fráveitu felur í sér að flytja frárennsli heimila og atvinnustarfsemi, regnvatn eða bráðinn snjó út í viðtaka, með viðkomu í hreinsistöð þar sem við á. Það er mikið verk að tryggja að rekstur fráveitukerfa sé í góðu lagi og er að mörgu að huga. Þannig geta ýmis efni sem losuð eru í fráveitukerfi haft slæm áhrif á lagnir og tækjabúnað, og þar með möguleg slæm áhrif á umhverfi og heilsufar fólks. Hið mikilvæga verkefni fráveitna er að gera þetta sem allra best, til gagns fyrir umhverfi landsins, íbúana og samfélagið allt.

Til að vernda gæði sjávar við Ísland kveða reglur á um að skólp skuli vera hreinsað áður en því er veitt í viðtaka. Ítarlegar rannsóknir hafa sýnt að losun skólps hefur lítil sem engin áhrif á gæði sjávarins í kringum Ísland.