Helgi Jóhannesson nýr formaður Samorku

Helgi Jóhannesson, forstjóri Norðurorku hf., var í dag kjörinn nýr formaður Samorku á aðalfundi samtakanna. Hann tekur við formennsku af Bjarna Bjarnasyni, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, sem lætur af stjórnarsetu. Að auki taka þrír nýir stjórnarmenn sæti í stjórn samtakanna, en kjörin voru þau Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku hf., Inga Dóra Hrólfsdóttir framkvæmdastjóri Veitna ohf. og Jóhanna Björg Hansen bæjarverkfræðingur Mosfellsbæjar. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets hf., var endurkjörinn í stjórn eins og Guðrún Erla Jónsdóttir, stefnustjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, situr jafnframt áfram í stjórn, kjörinn til tveggja ára á aðalfundi 2015.

Ásdís Kristinsdóttir, forstöðumaður Verkefnastofu hjá Veitum ohf., var kjörin nýr varamaður í stjórn sem og Guðbjörg Marteinsdóttir, fjármálastjóri RARIK ohf. Þá sitja Dagur Jónsson, vatnsveitustjóri Hafnarfjarðar, og Guðmundur Davíðsson, framkvæmdastjóri Hitaveitu Egilsstaða og Fella ehf., áfram sem varamenn.

Auk Bjarna Bjarnasonar ganga úr stjórn þeir Júlíus Jónsson, forstjóri HS Veitna hf., Kristján Haraldsson, orkubússtjóri Orkubús Vestfjarða ohf. og Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK ohf.

Stjórn Samorku skipa því, að loknum aðalfundi 15. apríl 2016:

Aðalmenn:
Ásgeir Margeirsson, HS Orku hf.
Guðmundur Ingi Ásmundsson, Landsneti hf.
Guðrún Erla Jónsdóttir, Orkuveitu Reykjavíkur
Helgi Jóhannesson, Norðurorku hf., formaður stjórnar
Hörður Arnarson, Landsvirkjun
Inga Dóra Hrólfsdóttir, Veitum ohf.
Jóhanna B. Hansen, Mosfellsbæ

Varamenn:
Ásdís Kristinsdóttir, Veitum ohf.
Dagur Jónsson, Vatnsveitu Hafnarfjarðar
Guðbjörg Marteinsdóttir, RARIK ohf.
Guðmundur Davíðsson, Hitaveitu Egilsstaða og Fella ehf.