Hagkvæmni sæstrengs áfram til skoðunar

Ráðgjafarhópur iðnaðar- og viðskiptaráðherra um lagningu sæstrengs til Evrópu hefur skilað tillögum sínum til ráðherra. Ráðgjafarhópurinn var samhljóða í sinni ályktun að frekari upplýsingar þurfi til að unnt sé að fullyrða um þjóðhagslega hagkvæmni þess að leggja sæstreng milli Íslands og Bretlands, en áætlað er að nettó útflutningstekjur af flutningi raforku um sæstreng geti orðið allt að 76 milljarðar króna á ári. Lagt er til að haldið verði áfram að kortleggja alla þætti verkefnisins hér innanlands um leið og leitað verði svara um möguleg rekstrar- og eignarhaldsmódel hjá viðsemjendum í Bretlandi. Sjá skýrsluna á vef atvinnuvegaráðuneytis.