Guðfinnur og Lovísa ráðin til Samorku

Guðfinnur Þór Newman og Lovísa Árnadóttir hafa verið ráðin í ný störf hjá Samorku.

Guðfinnur var ráðinn í nýtt starf sérfræðings í greiningu hjá Samorku. Guðfinnur, sem er viðskiptafræðingur að mennt og hefur lokið prófi í verðbréfamiðlun, hefur áður m.a. starfað hjá Bandalagi háskólamanna, á skrifstofu borgarhagfræðings hjá Reykjavíkurborg og hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Guðfinnur hóf störf hjá Samorku í desember.

Lovísa var ráðin í nýtt starf upplýsingafulltrúa Samorku. Hún er með B.A. gráðu í bókmenntafræði og M.A. gráðu í blaða- og fréttamennsku. Lovísa hefur áður m.a. starfað sem markaðsráðgjafi hjá Birtingahúsinu og hjá RÚV ohf. sem fréttamaður, dagskrárgerðarmaður, íþróttafréttamaður o.fl. Lovísa hóf störf hjá Samorku í janúar.