Gagnaver í leit að staðsetningu; opinn fundur Landsvirkjunar 5 júní.

Fundurinn er hluti af fundarröð í tilefni 50 ára afmælis Landsvirkjunar. Sérstakur fyrirlesari verður Phil Schneider, stofnandi Schneider Consulting og forseti Site Selectors Guild, sem er margreyndur ráðgjafi um staðsetningu gagnavera og annarra fjárfestinga erlendra stórfyrirtækja. Í kjölfarið fara fram pallborðsumræður þar sem rætt verður frekar um þarfir gagnaversiðnaðarins. Þátttakendur í pallborðsumræðum verða Phil Schneider, Björgvin Skúli Sigurðsson, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun, Halldór Þorkelsson, framkvæmdastjóri hjá PwC, Guðbrandur R. Sigurðsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs hjá Opnum kerfum og Örn Orrason, yfirmaður sölu- og viðskiptaþróunar hjá Farice. Elínrós Líndal, viðskiptastjóri Samtaka gagnavera á Íslandi, stýrir fundi og pallborðsumræðum.

Skráning á fundinn fer fram á landsvirkjun.is. Fundurinn verður einnig sýndur í beinni útsendingu á YouTube rás Landsvirkjunar, www.youtube.com/landsvirkjun.