Fyrrum forsvarsmenn orkuveitna stofna félag.

Þann 20. apríl sl. komu saman í húsakynnum Orkuveitu Reykjavíkur  menn sem á undanförnum áratugum hafa verið í forustusveitum hinna ýmsu orkuveitna landsins.

Tillgangur fundarins var að stofna félag, eða klúbb, þar sem þessir forsprakkar sem allir hafa lokið störfum hjá sínum fyrirtækjum og  eru komnir á eftirlaun, hefðu tækifæri til að hittast, bera saman bækur sínar og fræðast um helstu þætti orkumálanna og önnur áhugaverð mál líðandi stundar.

Samorka óskar þessum  félögum sínum til hamingju með framtakið og mun kappkosta að veita félaginu þann stuðning sem það frekast má.

Félagatal